/* -- comment -- */

16.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Við lifum í brengluðu samfélagi



Væntanlega hefur það ekki farið fram hjá neinum að dómur hefur verið kveðinn upp í baugsmálinu. Þetta umsvifamikla mál snýst um persónulegar árásir og tilraunir til að knésetja stórveldið Baug. Spurningar hafi vakið um hvort að félagið hafi farið yfir línuna varðandi bókhald og önnur fjármál, en hefur verið stillt upp við vegg eins og stórglæpafyrirtæki, hreinlega mafíu. Hins vegar hefur dómur komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki, og ekkert tekist að sýna fram á eitt eða neitt.

Þetta mál hefur kostað almenna skattborgara, þar á meðal mig, yfir 50.000.000 kr. Og eins og Jóhannes sjálfur benti á, það eru til nægir peningar til að stunda hausaveiðar á Baugsmönnum, en það eru EKKI til peningar til að gera við og koma þyrlu landhelgisgæsunnar aftur í nothæft form. Ég bendi á þau atvik þar sem að BÁÐAR þyrlurnar voru í óstarfhæfu ástandi þegar þeirra var óskað, þar á meðal í banaslysi upp á Hofsjökli.

Er þetta ekki sjúkt samfélag?