19.2.06 - StudioGeirinn skrifar - Hugsýki
Enn og aftur eru hafnar upptökur, en að þessu sinni er það bílskúrinn þar sem að Hugsýki ergir nágranna sína oft í viku. Stefnan er sú að taka upp nokkur lög með trommum og tilheyrandi. Þetta er fyrsta alvöru trommusettið sem að StúdíóGeirinn tekur upp, og er þetta því spennandi verkefni. Lagst var í mikla hönnunarvinnu og munaði litlu að fækkað hefði um einn tónlistarmann þar sem að SveinBjörn lagði limi sína í stórhættu við hönnun á hljóðnema fyrir bassatroimmu. Því verður gaman að "sjá" útkomuna. Lögin munu fara á demo disk með lögum frá nokkrum Akureyskum hljómsveitum, en ætlunin er sú að halda tónleika í Sjallanum þar sem að fólki gefst kostur á að sjá og heyra hvað norðlensk bönd eru að bauka þessa daganna.