Já, það er nefnilega aldrei að vita. Nú hafa nokkrir athafnasamir tónlistarmenn tekið sig saman og hyggjast kanna möguleika á úrbótum í þessum málum. Menn eru stórhuga, en enn er of snemmt að útlista starfsemina hérna. Samtökin hafa fengið nafngiftina Norðlenska dýrið, og mun ég skýra nánar frá því.
En, það sem að skiptir mestu máli í augnablikinu - Ef að þú ert í bandi, eða þig sem einstakling vantar æfingarherbergi sem að þú / þið væruð tilbúinir að borga á bilinu 15-20 þús á mánuði, endilega sendið mér e-mail með nafni á bandinu og símanúmer.
- TónlistarGeirinn -