/* -- comment -- */

8.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Poppland: Hugsýki á Rás 2


Enn og aftur hefur Rás 2 sýnt að þeir eru alltaf til í að leggja sitt af mörkum til að efla tónlist um alla landsbyggð. Ekki fyrir svo löngu hitti hljómsveitin Hugsýki Ólaf Pál, umsjónarmann Rokklands. Meðal annars var rætt um tónleika sem að stendur til að halda í Sjallanum, þann 8. apríl. Mikið var rætt um hve erfitt er að halda uppi hljómsveit hér á Akureyri, þar sem að nær ómögulegt er að draga fólk út á einhverja menningarviðburði, og er því alls ekki raunhæft að standa fyrir þeim í þessu bæjarfélagi. Einnig er erftitt, ef ekki ómögulegt, fyrir hljómsveitir að finna æfingarhúsnæði. Þetta gerir það að verkum að "menningarbærinn" (hahahahaha, hafiði heyrt annað eins rangnefni á bæjarfélagi) Akureyri, drepur niður alla þróun á tónlist.
Nú, það er sosum ekkert merkilegt, nema hvað, stuttu síðar hafa þeir samband og segjast vera á leiðinni til að rannsaka norðlenska tónlist. Hetjurnar í Popplandi með Guðna Má Henningssyni í fararbroddi eru því mættar norður og hafa tekið á móti, og spilað margar norðlenskar hljómsveitir. Þar á meðal mun Hugsýki koma aftur fram á föstudag á milli kl 15 og 16.
Þannig að, við fögnum Rás 2 og Popplandi, þeir eru ávalt velkomnir og vonum að allir séu að hlusta.....