/* -- comment -- */

20.2.06 - StudioGeirinn skrifar - Menningarleg helgi

Stúdíóeirinn tók sig til um helgina og gerðist ákaflega menningarlegur. Meðal annars var litið inn á myndlistasýningu Helga úr Helga og hljóðfæraleikoronum í sal Populus Tremula. Þar gaf á að lýta margar mjög svo fallegar myndir ásamt ýmsum tónlistaratriðum. Einnig kíktum við á tónleika með Kalla úr Tenderfoot og Begga á Græna hattinum. Það voru ágætis tónleikar alveg hreint, en hefði mátt vera fleiri Akureyringar sem að hefðu sýnt smá lit og kíktu á þessa tónleika. Annars er það merkilegt hve erfitt er að draga Akureyringa út úr hýbýlum sínum og taka þátt í einhverskonar samkomum. Ef að það er ekki allt fljótandi í ókeypis áfengi, þá mæta Akureyringar ekki. Menningunni lauk svo með því að kíkja í Ketilhúsið á 24H menningarviðburð. Þar var hlýtt á nokkur ljóð fyrir svefninn og horft á mjög djarfa undirfatasýningu. Þetta eru víst fyrstu merki þess að maður er orðinn gamall þegar maður notar orðið "djarft" í lýsingu á undirfatasýningu. Þetta eru jú undirföt...