12.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Rás 2 - Rokkar hringinn
Til að enda þessa viku sem að Rás 2 hefur verið með útsendingu héðan frá Akureyri, þá voru haldnir tónleikar á Græna Hattinum með hljómsveitonum Hvanndlasbræðrum, Hermigervli, Dikta og Ampop. Þessir tónleikar þóttu takast ákaflega vel að öllu leiti, að undanskildu frekar slöppu "sándi". Hvanndalsbræður hófu leikinn eins og þeim er einum lagið. Enginn tími gafst til að sándtékka, en það var ekki svo nogið. Enda voru þeir ekki stilltir. Þar á eftir kom Hermigervill. Þetta er einn maður með samplera og syntha, og spilar dans / tekno eftir hendinni. Mjög svo skemmtilegt að sjá hann að störfum. Svo kom Hljómsveitin Dikta og spilaði alveg fínt, þétt rokk. Og þar á eftir kom Ampop til að klára þetta ágætis tónleikakvöldi með fínu framúrstefnurokki.
Kvöldið endaði svo með því að það var litið inn á hinn alræmda stað Kránna til að kíkja á tónleika með hljómsveitinni Infiniti. Þar var þétt setið og virðist hafa verið gott kvöld hjá þeim.