/* -- comment -- */

13.2.06 - StudioGeirinn skrifar - Mættur aftur - með nýtt lag


StúdíóGeirinn fékk kærkomna heimsókn um daginn. Laura Harmsena kom alla leið frá Lettlandi til að skoða land og þjóð, og vissulega var kokkað eitt lítið rómantískt lag í leiðinni til að rifja upp gamla og góða tíma síðan í Danmörk. Lagið heitir Light Love og er að sjálfsögðu komið á netið og eru vonir um að það nái inn á topp 20 á rokk.is, en þá hefðu öll frumsömdu lögin sem að hafa verið tekin upp í StúdíóGeiranum náð inn á þann vinsældarlista. Þannig að við bíðum spennt og vonum það besta.