11.4.07 - StudioGeirinn skrifar - Stúdiógeirinn pirraður - en þó með lífsmarki
Já, það er rétt. Stúdiógeirinn er varla með lífsmarki þessa daganna og ekkert að gerast. En vonandi kemur það með hækkandi sól. Annars langar mig til að deila reynslu minni af Dell Inspirion tölvum og M-audio firewire 1814. Í stuttu máli sagt: Gleymdu þessu, þetta virkar aldrei. Þó sýnist mér frekar að tölvan sé vandamálið. Þannig að, eftir 5 mánaða vesen, þá ráðlegg ég ykkur að kanna vel hvaða tölvur eru viðurkenndar. Og, þó svo að einhver dell tölva sé viðurkennd, þá eru það sko ekki allar. 200 kall í ruslið - takk fyrir og góða nótt.