/* -- comment -- */

15.4.06 - StudioGeirinn skrifar - Vel heppnaðir tónleikar hjá Norðlenska Dýrinu


Já, ekki verður annað sagt en að þessir tónleikar hafi tekist mjög vel, að öðru leiti en að fá okkur blessaða Akureyringanna til að rífa sig upp á rassgatinu og kíkja á það sem að er að gerast í norðlenskri tónlist. Að mínu mati voru böndin alveg þrælgóð og komu þar sérstaklega sterkir inn guttarnir í Mistur, en þeir eiga eflaust eftir að gera góða hluti. Einnig voru gömlu góðu böndin eins og Grass, Infiniti og Helgi og Hljóðfæraleikararnir sem að brilleruðu að vanda.
Og síðan en ekki síst komu tvö ný bönd sterk til leiks, Hugsýki og Thingtak með alveg ferska og þétta dagskrá. Hljóð og mynd eru væntanleg frá tónleikonum eftir páska.