/* -- comment -- */

3.5.07 - StudioGeirinn skrifar - Mac Pro - ódýr eða hvað??


Jú, nú er kominn hugur í Stúdíógeirann að hefja aftur starfsemi og er nú farinn að huga að endurnýjum tækjabúnaðar. Einhver fugl breiddi út þann boðskap að Mac væri orðið svo ódýrt og fínt að Stúdiógeirinn gerði sér ferð og stoppaði á heimasíðu Apple á Íslandi til þess að skoða Mac Pro ofurgræju. En brosið hvarf snögglega þegar verðlistinn kom upp. Einungis 269.900 krónur fyrir grunnútgáfuna, ekki með skjá. En örvæntið ekki, lyklaborð fylgir. Já, það þýðir að enn og aftur verður farið í gegnum verðlistann hjá Tölvulistanum og Airport Express látið duga frá Apple í bili.