12.5.07 - StudioGeirinn skrifar - Eurovision - allt búið.......
Jú ekki náðum við upp úr undanúrslitum frekar en fyrri ár, og kenna menn austur-evrópsku mafíunni um. Reyndar er staðreyndin sú að rokk hefur átt undir högg að sækja í keppninni, og svo virðist vera að við norðurlandabúarnir séum töluvert mikið meiri rokkarar en vinir okkar fyrir austan. Ekki þarf að nefna að við erum mikið færri lönd, og myndi ég telja það hluta af ástæðunni. Annars getum við hjá Stúdíógeira lagt blessun okkar yfir úrslitin, nema við hefðum viljað sjá Finnland, Ungverjaland og Tyrkland lenda ofar. En, því miður ráðum við litlu um það. Annars væri heimurinn nú betri.......