/* -- comment -- */

29.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Lokað vegna ófærðar


Stúdíógeirinn mun ekki starfa á næstu dögum sökum ófærðar. Opnanir verða auglýstar í vor.

16.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Speki dagsins

- Worrying is like a rocking chair. It gives you something to do, but it doesn´t get you anywhere. -



Væntanlega hefur það ekki farið fram hjá neinum að dómur hefur verið kveðinn upp í baugsmálinu. Þetta umsvifamikla mál snýst um persónulegar árásir og tilraunir til að knésetja stórveldið Baug. Spurningar hafi vakið um hvort að félagið hafi farið yfir línuna varðandi bókhald og önnur fjármál, en hefur verið stillt upp við vegg eins og stórglæpafyrirtæki, hreinlega mafíu. Hins vegar hefur dómur komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki, og ekkert tekist að sýna fram á eitt eða neitt.

Þetta mál hefur kostað almenna skattborgara, þar á meðal mig, yfir 50.000.000 kr. Og eins og Jóhannes sjálfur benti á, það eru til nægir peningar til að stunda hausaveiðar á Baugsmönnum, en það eru EKKI til peningar til að gera við og koma þyrlu landhelgisgæsunnar aftur í nothæft form. Ég bendi á þau atvik þar sem að BÁÐAR þyrlurnar voru í óstarfhæfu ástandi þegar þeirra var óskað, þar á meðal í banaslysi upp á Hofsjökli.

Er þetta ekki sjúkt samfélag?

14.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Æfingarhúsnæði fyrir hljómsveitir.....er það satt?

Já, það er nefnilega aldrei að vita. Nú hafa nokkrir athafnasamir tónlistarmenn tekið sig saman og hyggjast kanna möguleika á úrbótum í þessum málum. Menn eru stórhuga, en enn er of snemmt að útlista starfsemina hérna. Samtökin hafa fengið nafngiftina Norðlenska dýrið, og mun ég skýra nánar frá því.

En, það sem að skiptir mestu máli í augnablikinu - Ef að þú ert í bandi, eða þig sem einstakling vantar æfingarherbergi sem að þú / þið væruð tilbúinir að borga á bilinu 15-20 þús á mánuði, endilega sendið mér e-mail með nafni á bandinu og símanúmer.

- TónlistarGeirinn -

12.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Rás 2 - Rokkar hringinn


Til að enda þessa viku sem að Rás 2 hefur verið með útsendingu héðan frá Akureyri, þá voru haldnir tónleikar á Græna Hattinum með hljómsveitonum Hvanndlasbræðrum, Hermigervli, Dikta og Ampop. Þessir tónleikar þóttu takast ákaflega vel að öllu leiti, að undanskildu frekar slöppu "sándi". Hvanndalsbræður hófu leikinn eins og þeim er einum lagið. Enginn tími gafst til að sándtékka, en það var ekki svo nogið. Enda voru þeir ekki stilltir. Þar á eftir kom Hermigervill. Þetta er einn maður með samplera og syntha, og spilar dans / tekno eftir hendinni. Mjög svo skemmtilegt að sjá hann að störfum. Svo kom Hljómsveitin Dikta og spilaði alveg fínt, þétt rokk. Og þar á eftir kom Ampop til að klára þetta ágætis tónleikakvöldi með fínu framúrstefnurokki.
Kvöldið endaði svo með því að það var litið inn á hinn alræmda stað Kránna til að kíkja á tónleika með hljómsveitinni Infiniti. Þar var þétt setið og virðist hafa verið gott kvöld hjá þeim.

8.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Poppland: Hugsýki á Rás 2


Enn og aftur hefur Rás 2 sýnt að þeir eru alltaf til í að leggja sitt af mörkum til að efla tónlist um alla landsbyggð. Ekki fyrir svo löngu hitti hljómsveitin Hugsýki Ólaf Pál, umsjónarmann Rokklands. Meðal annars var rætt um tónleika sem að stendur til að halda í Sjallanum, þann 8. apríl. Mikið var rætt um hve erfitt er að halda uppi hljómsveit hér á Akureyri, þar sem að nær ómögulegt er að draga fólk út á einhverja menningarviðburði, og er því alls ekki raunhæft að standa fyrir þeim í þessu bæjarfélagi. Einnig er erftitt, ef ekki ómögulegt, fyrir hljómsveitir að finna æfingarhúsnæði. Þetta gerir það að verkum að "menningarbærinn" (hahahahaha, hafiði heyrt annað eins rangnefni á bæjarfélagi) Akureyri, drepur niður alla þróun á tónlist.
Nú, það er sosum ekkert merkilegt, nema hvað, stuttu síðar hafa þeir samband og segjast vera á leiðinni til að rannsaka norðlenska tónlist. Hetjurnar í Popplandi með Guðna Má Henningssyni í fararbroddi eru því mættar norður og hafa tekið á móti, og spilað margar norðlenskar hljómsveitir. Þar á meðal mun Hugsýki koma aftur fram á föstudag á milli kl 15 og 16.
Þannig að, við fögnum Rás 2 og Popplandi, þeir eru ávalt velkomnir og vonum að allir séu að hlusta.....

4.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Hugsýki - komið á netið

Nú, eftir marga kaffibolla og miklar pælingar, er loksins tvö lög tilbúin með hljómsveitinni Hugsýki, og er hægt að nálgast þau hér. Lögin bera vinnuheitin amem (Nothing at all) og CE lagið. Gott væri að fá comment á mixin.

2.3.06 - StudioGeirinn skrifar - Myndbandsmyndir


Nú eru myndir komnar af þessu uppátæki hjá Nossaramo inn á Toppfilm, sem var tekið upp í nístingskulda og norðanngarra. Nú liggja meðlimir með hálsbólgu og kvef eftir herlegheitin. En myndataka mun hafa verið góð og sjónarhonrin alveg frábær og umstangið alveg þess virði. Smellið hér til að skoða myndirnar.