/* -- comment -- */

31.1.06 - StudioGeirinn skrifar - SveinBjörn leggur sitt af mörkum

Já, SveinBjörn lagði til þennann fallega haus á síðuna, og erum við þakklátir fyrir það. Sagnir herma að hann sé hinn ánægðasti með tiltölulega hráa útkomu á laginu Kaffi og Ís. Við hins vegar hjá StúdíóGeiranum erum ánægðir með það að hafa glatt gamlann mann.

- StúdíóGeirinn -

29.1.06 - StudioGeirinn skrifar - Rólega af stað...


Já, þetta kemur allt hægt og rólega. Síðan er hægt og rólega að lagast, og nú getum við loksins sofið rólega eftir að hinn frábæri tónlistarmaður Sveinbjörn hinn mikli arfleiddi okkur að því sem að hefur lengi vantað í stúdíóið, dýrindis tveggja manna sófa. Einnig veittist okkur sá heiður að hljóðrita hanns frábæru rödd inn á gríðarlegt tónverk eftir hann sjálfann, sem að kallast Kaffi og Ís!
Njótið vel.

23.1.06 - StudioGeirinn skrifar - Stúdíógeirinn opnar

Góðann daginn og velkomin.
Það er sönn ánægja að tilkynna hér með að Stúdíó-Geirinn hefur nú formlega opnað. Það er búið að vera draumur lengi að eiga lítið afdrep þar sem að ég get setið og dundað við tónlist í hinu stórfenglega Pro Tools kerfi. Við erum enn Fallen Heroesað koma okkur fyrir, en hljómsveitin Fallen Heroes fékk að taka forskot á sæluna og taka upp Moments ágætis lag alveg hreint, og einnig kíkti JónínaJónína í heimsókn, fínasta söngkona alveg hreint og mjög efnileg, og tók upp (hreina) Ást eftir Magnús Þór. Ég mæli með því að þið styðjið hana vel í SAMFÉS kepninni í ár. Myndir og lögin sjálf verður vonandi hægt að nálgast hér þegar að þetta kemst allt saman á netið. En, ef að þið eruð á Akureyri og langar til að taka upp lag, þá hafið þið bara samband á varnason@hotmail.com. Gefum góðann díl á unga tónlistarmenn með frumsamið efni. Rétt er þó að taka fram að við höfum enn ekki aðstöðu til að taka upp trommur, nema þá frábæru rafmagnstrommurnar mínar........

Valgeir