Góðann daginn og velkomin.Það er sönn ánægja að tilkynna hér með að Stúdíó-Geirinn hefur nú formlega opnað. Það er búið að vera draumur lengi að eiga lítið afdrep þar sem að ég get setið og dundað við tónlist í hinu stórfenglega Pro Tools kerfi. Við erum enn
að koma okkur fyrir, en hljómsveitin
Fallen Heroes fékk að taka forskot á sæluna og taka upp
Moments ágætis lag alveg hreint, og einnig kíkti
Jónína í heimsókn, fínasta söngkona alveg hreint og mjög efnileg, og tók upp (hreina)
Ást eftir Magnús Þór. Ég mæli með því að þið styðjið hana vel í
SAMFÉS kepninni í ár. Myndir og lögin sjálf verður vonandi hægt að nálgast hér þegar að þetta kemst allt saman á netið. En, ef að þið eruð á Akureyri og langar til að taka upp lag, þá hafið þið bara samband á
varnason@hotmail.com. Gefum góðann díl á unga tónlistarmenn með frumsamið efni. Rétt er þó að taka fram að við höfum enn ekki aðstöðu til að taka upp trommur, nema þá frábæru rafmagnstrommurnar mínar........
Valgeir